Helluskeifur

Tvær saman engin bagr

 

íslenskar skeifur fyrir íslenska hesta

Sumarskeifa án bakgruns

"Helluskeifur á öllum"

Gneistar af stáli glampar á grjót,
glymur í bergi á fjöllum.
Hræðumst ekki hraunholtin ljót,
Helluskeifur á öllum.

vörur og þjónusta

Untitled (644 × 402 px) (4)
Innlend framleiðsla í áratugi

Framleiðum skeifur skeifur í stærðum 100 - 130 í þykktum 6, 8 og 10 mm. Auk þess erum við með hóffjaðrir, skafla og lausan uppslátt.

Untitled (644 × 402 px) (3)
Rík þjónustulund

Við leggjum okkur fram við að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar. 

kannaðu kostina

Það fylgja því margir góðir kostir, að skipta við lítil fyrirtæki,

eins og persónulega þjónusta, hagaðild og hagkvæmni.

Hafðu samband og kannaðu hvað við getum boðið þér og þínu fyrirtæki.

innlend framleiðsla

Við framleiðum vörur sem við erum stolt af –því við vöndum til verka. Allt frá því að velja járnið og þar til skeifan er komin til kaupanda. Járnið verður að velja með tilganginn í huga því járn er ekki bara járn. Það verður að vera nógu hart til að það slitni ekki of hratt en eins mjúkt og hægt er hestsins vegna. Í framleiðsluferlinu verður að gæta þess að járnið missi ekki þá eiginleika sem upp var lagt með. Hitastig við framleiðslu og hröð handtök skipta því höfuðmáli. Þess vegna þykja skeifurnar sem við framleiðum góðar og eru mun slitsterkari en flestar innfluttar skeifur og reynast hvað best í hestaferðum um hálendið.

beint úr ofninum
Skeifur í bala
þrjár saman
Skeifur í körfu glóandi