Þjónusta

okkar þjónusta þín ánægja

Að eiga ánægjuleg viðskipti skiftir okkur máli og ekki síst að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með þjónustu okkar. Þess vegna leggjum við okkur fram við að mæta þörfum þeirra.

Heimsending mynd (644 × 402 px)
Heimsending

Sótt eða sent? Við sendum hvert á land sem er og leitumst við að finna hagkvæmasta kostinn hverju sinni.

Rafsuða(644 × 402 px)
Pottun og framleiðsla

Ef þess er óskað þá pottum við skeifurnar -sem eykur endingu þeirra enn frekar. Það gerum við með sérstökum rústfríum slitvír. Ef svo ólíklega vill til að við eigum ekki á lager það sem þig vantar þá bara ræsum við vélarnar og framleiðum það.

Sérsmíði(644 × 402 px)
Sérsmíði

Tökum að okkur sérsmíði. Vinnum úr hugmyndum viðskiptavina líkt og þeirri sem sjá má á myndinni. Þetta eru sérhannaðar skeifur til notkunar í mjög erfiðu landslagi til að auka grip og stöðugleika hestsins.

Untitled (644 × 402 px) (5)
Afgreiðum stórar sem smáar pantanir - góð kjör

Engin pöntun er of stór fyrir okkur -því við framleiðum vöruna jafnóðum. Komum til móts við kaupendur með afsláttarkjörum, greiðsludreifingu og afhendingu. Og erum ávallt reiðubúin til að skoða málin og finna lausnir.

Afhverju velja Helluskeifur?

Skeifurnar okkar eru frá upphafi fyrirtækisins sér hannaðar fyrir íslenska hestinn og hafa verið öðrum framleiðendum fyrirmynd að skeifum fyrir íslenska hesta víða um heim.

  • Íslensk framleiðsla

  • Gæða vörur

  • Gott verð

Merkið tryggir gæði

Framleiðsla okkar byggir á áratuga reynslu og þekkingu. Með velferð hestsins í fyrirrúmi notum við eingöngu sérvalið járn sem einnig skilar sér í betri endingu og færri kolefnissporum.

  • Áratuga reynsla

  • Færri kolefnisspor

  • Betri ending