Lítið fyrirtæki - löng saga
Helluskeifur hefur starfað óslitið frá árinu 1989 en saga þess er nokkuð lengri. Árið 1975 keypti Jónas Guðmundsson á Hellu á Rangárvöllum vélar, sem notaðar höfðu verið við smíði skeifna í Kópavogi, og setti á fót Skeifnaverksmiðjuna á Hellu, sem síðar fékk nafnið Helluskeifur og var það eini staðurinn á landinu þar sem skeifur voru vélsmíðaðar. Árið 2008 fluttu Helluskeifur í Stykkishólm með nýjum eigendum, sem starfræktu það til ársins 2015. Núverandi eigendur, hjónin Rúnar B. Jóhannsson og Sesselja Guðmundsdóttir, starfrækja Helluskeifur á Skagaströnd.
Topp þjónusta í tugi ára
Við leitumst við að koma pöntunum til viðskiptavina á sem hagstæðustum kjörum og framleiðum eftir þörfum viðskiptavina.
Erum ávalt reiðubúin til að skoða alla sérsmíði og gerum okkar besta til að koma til móts við þarfir viðskiptavina
Talað í tölum
Framleiðum 300 skeifur á klukkustund
Framleiðum 42 gerðir/stærðir
Starfsfólkið telur þó aðeins 2 einstaklinga