Um okkur

Sumarskeifa án bakgruns

Lítið fyrirtæki - löng saga

Við framleiðum vörur sem við erum stolt af –því við vöndum til verka. Allt frá því að velja járnið og þar til skeifan er komin til kaupanda. Járnið verður að velja með tilganginn í huga því járn er ekki bara járn. Það verður að vera nógu hart til að það slitni ekki of hratt en eins mjúkt og hægt er hestsins vegna. Í framleiðsluferlinu verður að gæta þess að járnið missi ekki þá eiginleika sem upp var lagt með. Hitastig við framleiðslu og hröð handtök skipta því höfuðmáli. Þess vegna þykja skeifurnar sem við framleiðum góðar og eru mun sterkari en flestar innfluttar skeifur og reynast hvað best á hestaferðum um hálendið.

 

Helluskeifur hefur starfað óslitið frá árinu 1989 en saga þess er nokkuð lengri. Árið 1975 keypti  Jónas Guðmundsson á Hellu á Rangárvöllum vélar, sem notaðar höfðu verið við smíði skeifna í Kópavogi, og setti á fót Skeifnaverksmiðjuna á Hellu, sem síðar fékk nafnið Helluskeifur og var það eini staðurinn á landinu þar sem skeifur voru vélsmíðaðar. Árið 2008 fluttu Helluskeifur í Stykkishólm með nýjum eigendum, sem starfræktu það til ársins 2015. Núverandi eigendur, hjónin Rúnar B. Jóhannsson og Sesselja Guðmundsdóttir, starfrækja Helluskeifur á Skagaströnd.

Mamma og pabbi

Talað í tölum

300

skeifur á klst.

42

stærðir/gerðir

2

starfsmenn

Kara á baki

Umsjón með vefsíðu er í höndum dóttur okkar - því þetta er fjölskyldufyrirtæki.

ég
Hildur Inga
Logó engin bakgr

Merkið tryggir gæði

Veljum íslenskt - veljum gæði

Við gerum okkar besta til koma til móts við þarfir þínar

Tvær saman engin bagr
  • Sumarskeifur

  • Vetrarskeifur

  • Pottaðar skeifur

  • Hóffjaðrir

  • Skaflar

  • Uppsláttur